Skíðagöngunámskeið veturinn 2018-19

Við Pollinn, Hótel Ísafjörður, Hótel Horn, Gamla Gistihúsið

Skíðagöngunámskeið veturinn 2018-19

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref. 

Um er að ræða tvenns konar námskeið. Annars vegar æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar. Þær eru öllum opnar sem skrá sig á námskeiðið. Hinsvegar eru námskeið sem að Hótel Ísafjörður býður upp á. Þar er aðeins fjölbreyttari dagskrá og gestir þátttakendur gista allir á gististööðum okkar. 

Í vetur eru eftirfarandi námskeið.

22. - 25 Nóvember 2018 - Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar - bókað á www.fossavatn.com

Búið 

Skráning er á www.fossavatn.com

17. - 20. janúar 2019 - Bara ég og strákarnir.  64.500 kr. með öllu. 

Æfingahelgi fyrir strákana, bæði þá sem eru sjúklega klárir og þá sem vilja koma sér í form og fínpússa tæknina sem og þá sem vita ekki hvað snýr upp né niður í skíðabransanum.

Við byrjum á fimmtudagseftirmiðdegi og skíðum fram á sunnudag undir handleiðslu frábæra þjálfara.
Verð í fjögura daga helgi er kr 64.500,- með öllu. Þ.e. tveggja eða þriggja manna herbergi á Hótel Ísafirði eða Hótel Horni. Verð sé gist í einstaklingsherbergi er kr 78.200,


Innifalið er gisting, fullt fæði, rúta til frá flugvelli og upp á Dal. Æfingagjöld og skíðapassi og svo fellur alltaf eitthvað meira til sem okkur dettur í hug að gera í hvert sinn.


Þetta er tilvalið tækifæri til að koma sér af stað inn í góðan skíðavetur og undirbúa afrekin sem eru næsta leyti

Staðfestingargjald kr 17.000,- fyrir 1. nóvember.

Skráning er á vala@hotelisafjordur.is eða 821 7374
www.hotelisafjordur.is

 

31. jan - 3. febrúar 2019 -  Bara ég og stelpurnar - UPPSELT
7. - 10. febrúar 2019  -  Bara ég og stelpurnar - UPPSELT
21. - 24. febrúar 2019 -  Bara ég og stelpurnar - UPPSELT

28. febrúar - 3. mars - Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar bókað á www.fossavatn.com

Fjögurra daga æfingahelgi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Búðirnar hefjast seinni part fimmtudags og þeim lýkur á hádegi á sunnudag. Skipt er í hópa eftir getu og farið er bæði í tækni- og þolþjálfun.

Námskeiðsgjald er 18.000 kr. Innifalið í því er skíðapassi. 

Pakkatilboð, Námskeið, gisting og fullt fæði á Hótel Ísafirði á mann 64.500 kr. m.v. að gist sé í tveggja manna herbergi í þrjár nætur. Kvöldmatur er á fimmtudegi og tvær máltíðir á föstudegi og laugardegi. 

Verð sé gist í einstaklingsherbergi er kr 78.200.

Skráning er á www.fossavatn.com


7. - 10. mars 2019 - Bara ég og stelpurnar - UPPSELT
14. - 17. mars 2109 - Bara ég og stelpurnar - UPPSELT