Skíðagöngunámskeið veturinn 2020-21

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref. 

Hótel Ísafjörður, Hótel Horn

Skíðagöngunámskeið veturinn 2020-2021

Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref. 

Um er að ræða tvenns konar námskeið. Annars vegar æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar og hinsvegar námskeið sem Hótel Ísafjörður hf. heldur.

Á hótelnámskeiðunum er gisting innifalin en á námskeiðum Fossavatnsgöngunnar er ekki skylda að kaupa gistingu. Hótelnámskeiðin eru aðeins fjölbreyttari, meira lagt upp úr öðru en bara skíðagöngunni.

Hægt að skrá sig með að senda tölvupóst á vala@hotelisafjordur.is

Þau námskeið sem merkt eru með Uppselt eru alveg lokuð. S.s. ekki hægt að komast á biðlista. Þau sem eru merkt með fullt er hægt að vera á biðlista fyrir. 

Innifalið: 

Gisting á Hótel Ísafirði - Torg eða Horn.

5 æfingar á fjórum dögum. Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi.

Allar rútuferðir til og frá hóteli. 

Fullt fæði. 

Í vetur eru eftirfarandi námskeið. ATH. að hópar geta bókað sér námskeið á öðrum dagsetningum.

Verð er 79.500 í tvíbýli og 89.500 kr. einbýli

26 - 29. nóvember 2020 - Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar - bókað hér á www.fossavatn.com
7 - 10 janúar - Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður -  fullt
21. -24. janúar - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  fullt
28. - 31. janúar - Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður -  fullt
4. -7. febrúar - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  fullt
11. -14. febrúar - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  nokkur sæti laus
18. - 21. febrúar - Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar - bókað á www.fossavatn.com
25-28 febrúar - Bara égog stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  nokkur sæti laus
4. - 7. mars - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  fullt
11. - 14. mars - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  fullt
18. - 21. mars - Blandað námskeið - Hótel Ísafjörður -  fullt
25. - 28. mars - Bara ég og stelpurnar  - Hótel Ísafjörður -  nokkur sæti laus