Gjafabréf

Afar og ömmur þurfa að borða. Pabbar og mömmur líka. 

Það er því ekki skrýtið að börnum þyki sérlega vel við hæfi að gefa gjafabréf á Við Pollinn þegar golfsettið er fullskipað og bókahillurnar fullar af ólesnum bókum.

Systkini á unglingsaldri komu í fyrra og keyptu flottan kvöldverð fyrir pabba og mömmu. Meðan verið var að útbúa gjafabréfið sögðust þau langa til þess að gefa þeim eitthvað sem þau gætu notið saman. Það var reglulega sætt.

Við sníðum gjafabréfin eftir vilja hvers og eins, en algengustu gjafabréfin eru:

  • þriggja rétta óvissuferð fyrir tvo,
    með vínglasi í forrétti og aðalrétti kr 9.500,- á mann
    án víns kr 7.500,- á mann
  • 2 rétta kvöldverður fyrir tvo kr  9.500,- 
  • smurbrauð fyrir tvo á aðventu kr 5.500,-

Einnig er hægt að kaupa gjafabréf upp á einhverja upphæð að eigin vali eða að gefa gistingu og kvöldverð þeim sem eru brottfluttir, vilja koma í heimsókn en koma sér ekki af stað.

Smáa letrið: Gjafabréfin gilda jafnan í 12 mánuði.