BÓKUNARREGLUR
Bókunarskilmálar fyrir Hótel Ísafjörð hf.
Hótel Ísafjörður hf. á og rekur tvö hótel, eitt gistihús og hostel. Einnig rekur fyrirtækið sumarhótel, Hótel Torfnes (áður Hótel Edda).
Hótel Ísafjörður | Torg, Silfurtorg 2, Ísafirði.
Hótel Ísafjörður | Horn, Austurvegur 2, Ísafirði.
Guesthouse Ísafjörður | Gamla, Mánagötu 1 and 5, Ísafirði.
Þessir bókunarskilmálar gilda á öllum þessum gististöðum og Hótel Torfnesi.
HÓTELREGLUR OG BÓKUNARSKILMÁLAR FYRIR EINSTAKLINGSBÓKANIR
- Gestir þurfa að innrita sig á milli 15:00 og 22:00 á komudegi og skrá sig út fyrir klukkan 11:00 á brottfarardegi. Seina komu þarf að tillkynna. Ef gestur / umboðsmaður tilkynnir ekki seina komu getur hótelið úthlutað herberginu eftir klukkan 19:00 á komudegi.
- Börn á öllum aldri eru velkomin.
- Gæludýr eru almennt ekki leyfð en þó er leyfilegt að hafa hund á ákveðnum herbergjum sem þarf að
bóka sérstaklega. - Grænmetis- og glútenfríir réttir eru mögulegir sé þess óskað.
- Þráðlaust net er á hótelinu, gestum að kostnaðarlausu.
- Hótelið er reyklaust svæði en reykingar eru leyfðar á lóð utandyra. Ef gestir reykja á herbergjum hefur hótelið heimild til að rukka sem nemur einni nótt.
- Bílastæði eru við húsið gestum að kostnaðarlausu.
- Vinsamlegast athugið að gæsa- og steggjapartíshópar eru ekki leyfðir á hótelinu.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Gilt kreditkort þarf til að tryggja og staðfesta bókun.
Við tökum við Visa debit og kredit, Maestro og Mastercard kortum án þóknunar.
Afbókunarskilmálar
Ef bókun er afbókuð minna en 2 dögum fyrir komu er heimilt að rukka fyrir fyrstu nótt dvalar.
Sama á við ef gestur kemur ekki án tilkynningar.
HÓPBÓKANIR
Hópbókanir eiga við hópa með 10 eða fleiri gestum. Hópabókun skal vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar.
- Nafn hóps.
- Komu dagsetningu og áætlaðan komutíma ef komið er eftir klukkan 18 og flugnúmer ef við á.
- Nafn og þjóðerni gesta.
- Fjöldi herbergja sem bókað er og af hvaða tegund (einstaklings, hjónaherbergi, tveggja manna eða annað). Leiðsögumenn og bílstjórara skulu tilgreindir sérstaklega.
- Fyrir hópa stærri en 20 herbergi, er eitt einstaklingsherbergi gjaldfrjálst fyrir fararstjóra.
- Kaffi og Te er innifalið í öllum hópamatseðlum. Fyrir hverja 20 greiðandi gesti er ein hópamáltíð frí.
- Upplýsingar um máltíðir og aðra þjónustu sem óskað er eftir.
- Bókanir eru aðeins gildar þegar þær hafa verið staðfestar af hótelinu.
- Til staðfestingar á bókun þarf gilt kreditkortanúmer sem tryggingu ef hópur er ekki bókaður í gegnum ferðaskrifstofu.
- Önnur þjónusta eins og þvottur eða annað skal greiðast sérstaklega fyrir brottför.
- Átta (8) vikum fyrir komu skal bókun uppfærð og allar breytingar á bókun tilkynntar eins fljótt og auðið er.
- Sex (6) vikum fyrir komu skal herbergjalisti, nafn og þjóðerni gesta hafa borist.
- Ef afbókað er eftir þessa dagsetningu er afbókunargjald sem nemur eftirfarandi innheimt.
- 6-1 viku fyrir komu: 50% af heildarupphæð
- 2 sólahringum – 1 viku: 80% af heildarupphæð
- Minna en 2 dagar: 100% af heildarupphæð
- Afbókanir skulu vera skriflegar (tölvupósti) og skulu sendar á lobby@hotelisafjordur.is fyrir bókanir á öllum okkar gististöðum; Hotel Isafjordur |Torg, Hotel Isafjordur |Horn og Guesthoues Isafjordur | Gamla. Þetta á einnig við um Hótel Torfnes.
VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Verðlistar eru í sér skjali og breytast á milli árstíða og daga, bæði fyrir hópa og einstaklinga.
Hótelið áskilur sér rétt til að breyta verðum ef breytingar verða á efnahagslegum aðstæðum s.s. ekki bara gengisbreytingum, verðbólgu, aukins kostnaðar aðfanga og launa, skatta eða annarra force majeure aðstæðna.