BÓKUNARREGLUR
Bókunarskilmálar fyrir Hótel Ísafjörð hf.
Hótel Ísafjörður hf. á og rekur tvö hótel, eitt gistihús og hostel. Einnig rekur fyrirtækið sumarhótel, Hótel Torfnes (áður Hótel Edda).
Hótel Ísafjörður | Torg, Silfurtorg 2, Ísafirði.
Hótel Ísafjörður | Horn, Austurvegur 2, Ísafirði.
Guesthouse Ísafjörður | Gamla, Mánagötu 1 and 5, Ísafirði.
Þessir bókunarskilmálar gilda á öllum þessum gististöðum og Hótel Torfnesi.
HÓTELREGLUR OG BÓKUNARSKILMÁLAR FYRIR EINSTAKLINGSBÓKANIR
- Innritun gesta hefst klukkan 15:00 á komudegi og útskráning er fyrir fyrir klukkan 11:00 á brottfarardegi. Seina komu þarf að tillkynna.
- Börn á öllum aldri eru velkomin.
- Hundar eru almennt leyfðir en þó er einungis leyfilegt að hafa hund á ákveðnum herbergjum sem þarf að
bóka sérstaklega. Við innritun skal greiða kr 4.900,- þjónustugjald fyrir hundinn **Ath gæludýraskilmála hér neðar. - Grænmetis- og glútenfríir réttir eru mögulegir sé þess óskað.
- Þráðlaust net er á hótelinu, gestum að kostnaðarlausu.
- Hótelið er reyklaust svæði en reykingar eru leyfðar á lóð utandyra. Ef gestir reykja á herbergjum hefur hótelið heimild til að rukka sem nemur einni nótt.
- Bílastæði eru við húsið gestum að kostnaðarlausu.
- Vinsamlegast athugið að gæsa- og steggjapartíshópar eru ekki leyfðir á hótelinu.
**Vinsamlegast kynnið ykkur þessar reglur þegar bókuð er gisting með hund:
- Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótels, einungis á ferð sinni inn og út úr byggingunni.
- Við innritun og útritun skal hundur bíða úti eða í bíl.
- Hundar skulu alltaf vera í taumi á leið til og frá herbergis.
- Ekki má skilja hunda eftir eina í herbergi.
- Hundar skula vera í búri inn á herbergjum.
- Að hámarki má hafa 2 hunda á herbergi.
- Hundar sem eiga það til að gelta mikið eru ekki góðir hótelgestir.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Gilt kreditkort þarf til að tryggja og staðfesta bókun.
Við tökum við Visa debit og kredit, Maestro og Mastercard kortum án þóknunar.
Afbókunarskilmálar
Ef bókun er afbókuð minna en 2 dögum fyrir komu er heimilt að rukka fyrir fyrstu nótt dvalar.
Sama á við ef gestur kemur ekki án tilkynningar.
HÓPBÓKANIR
Hópbókanir eiga við hópa með 10 eða fleiri gestum. Hópabókun skal vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar.
- Nafn hóps.
- Komu dagsetningu og áætlaðan komutíma ef komið er eftir klukkan 18 og flugnúmer ef við á.
- Nafn og þjóðerni gesta.
- Fjöldi herbergja sem bókað er og af hvaða tegund (einstaklings, hjónaherbergi, tveggja manna eða annað). Leiðsögumenn og bílstjórara skulu tilgreindir sérstaklega.
- Fyrir hópa stærri en 20 herbergi, er eitt einstaklingsherbergi gjaldfrjálst fyrir fararstjóra.
- Kaffi og Te er innifalið í öllum hópamatseðlum. Fyrir hverja 20 greiðandi gesti er ein hópamáltíð frí.
- Upplýsingar um máltíðir og aðra þjónustu sem óskað er eftir.
- Bókanir eru aðeins gildar þegar þær hafa verið staðfestar af hótelinu.
- Til staðfestingar á bókun þarf gilt kreditkortanúmer sem tryggingu ef hópur er ekki bókaður í gegnum ferðaskrifstofu.
- Önnur þjónusta eins og þvottur eða annað skal greiðast sérstaklega fyrir brottför.
- Átta (8) vikum fyrir komu skal bókun uppfærð og allar breytingar á bókun tilkynntar eins fljótt og auðið er.
- Sex (6) vikum fyrir komu skal herbergjalisti, nafn og þjóðerni gesta hafa borist.
- Ef afbókað er eftir þessa dagsetningu er afbókunargjald sem nemur eftirfarandi innheimt.
- 6-1 viku fyrir komu: 50% af heildarupphæð
- 2 sólahringum – 1 viku: 80% af heildarupphæð
- Minna en 2 dagar: 100% af heildarupphæð
- Afbókanir skulu vera skriflegar (tölvupósti) og skulu sendar á lobby@hotelisafjordur.is fyrir bókanir á öllum okkar gististöðum; Hotel Isafjordur |Torg, Hotel Isafjordur |Horn og Guesthoues Isafjordur | Gamla. Þetta á einnig við um Hótel Torfnes.
VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Verðlistar eru í sér skjali og breytast á milli árstíða og daga, bæði fyrir hópa og einstaklinga.
Hótelið áskilur sér rétt til að breyta verðum ef breytingar verða á efnahagslegum aðstæðum s.s. ekki bara gengisbreytingum, verðbólgu, aukins kostnaðar aðfanga og launa, skatta eða annarra force majeure aðstæðna.