TILBOÐ OG NÁMSKEIÐ
Skíðagöngunámskeið 2024
Ísafjörður er skíðagöngubærinn og ekkert er betra en að koma vestur til okkar til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref.
Um er að ræða tvenns konar námskeið. Annars vegar kvennanámskeið þar sem karlpeningurinn er skilinn eftir heima
og svo blönduð námskeið þar sem allir leika saman.
Innifalið:
Gisting á Hótel Ísafirði - Torg í 3 nætur ásamt frábæru morgunverðarhlaðborði
2 x Hádegismatur
3 x kvöldmatur
5-6 æfingar
Brautargjald
Rúta til og frá flugvelli
Rúta á æfingar
Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi.
Miðað er við að þátttakendur geti tekið seinna flug á fimmtudegi og fyrra flug á sunnudegi
Verð er 98.500 í tvíbýli og 123.500 kr. einbýli